Græn skref
í starfsemi Reykjavíkurborgar
Verkefnið Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum.
Allir vinnustaðir Reykjavíkurborgar eiga að vera þátttakendur í Grænum skrefum fyrir lok árs 2016 samkvæmt innleiðingaráætlun loftslagsstefnu sem samþykkt var í borgarráði 6. október 2016. Sjá „Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar – kolefnishlutleysi 2040“
Í skrefi 1 eru verkefni sem ætti að vera auðvelt fyrir vinnustaðinn að leysa og setja í farveg. Lögð er áhersla á aðgerðir sem tengjast flokkun og minni sóun. M.a. er fyllt inn í flokkunartöflu fyrir vinnustaðinn þar sem lýst er úrgangsflokkum starfseminnar, hvar ílát eru staðsett og hver er ábyrgur fyrir losun þeirra.
Í skrefi 2 eru verkefnin orðin aðeins þyngri en í skrefi 1. Vinnustaðurinn þarf að skila inn grænu bókhaldi. Þá þarf vinnustaðurinn m.a. að gera innkaupagreiningu og kaupa einungis umhverfisvottaðar hreinlætis- og ræstivörur.
Í skrefi 3 flokkum við líka gler, til viðbótar við úrgangsflokkana fimm (málma, plast, skilagjaldsumbúðir og lífrænan úrgang. Þá er einnig lífrænn úrgangur flokkaður frá í mötuneyti og á kaffistofum vinnustaðarins.
Í skrefi 4 metum við gagnsemi og framkvæmd græns bókhalds vinnustaðarins, skoðum tækifæri til úrbóta og setjum okkur markmið í öllum flokkum græns bókhalds. Þá höfum við sett á fót að minnsta kosti eitt umhverfisverkefni umfram það sem Grænu skrefin segja til um.